Wednesday, March 2, 2016

Loftgæðavísir, loftvís

Loftgæði eru mjög mikilvæg þegar kemur að heilsu og velferð okkar. Mælingar eru gerðar á nokkrum helstu mengunarvöldum, meðal annars PM10, NO2, CO og H2S.

Til að meta loftgæði þarf hinsvegar að þekkja mælieiningar og heilsuverndarmörk. Flækjast málin aðeins þegar mælieiningarnar eru skoðaðar, en fyrir mörgum er einingin µg/m3, eða mg/m3, nokkuð torskilin. Ekki bætir úr skák að heilsuverndarmörkin eru síðan mismunandi fyrir hvern mengunarvald og viðmiðin eru breytileg eftir því hvort talað er um klukkustundar meðatalsgildi eða sólarhringsgildi (heilsuverndarmörk fyrir almenning almennt miðuð við sólarhringsgildi).

Dæmi um þetta eru svifryksmælingar:

Niturdíoxíð:

og brennisteinsvetni:

Hægt er að sýna þessar mælingar á einfaldari hátt, með því að taka strax tillit til heilsuverndarmarka. Loftgæðavísirinn, I, virkar þá þannig að þegar hann nær gildinu 1 er mengun við heilsuverndarmörk, lægri gildi þá lítil mengun, hærri gildi (>1) meiri mengun og farið yfir heilsuverndarmörk einhvers af þeim efnum sem hafa slík mörk. Þannig má sýna hvort farið sé yfir heilsuverndarmörk:

Hér sést að undanfarið hafa loftgæðin verið góð, en ef skoðum það sem af er árinu sést að 10-11. janúar voru loftæðin yfir heilsuverndarmörkum fyrir svifryk.


Þessa aðferð er einnig hægt að nota fyrir styttri meðaltöl. Klukkustundagildi eru þó aðeins erfið, þar sem stuttir toppar geta skekkt myndina. Hér að neðan eru sýndar niðurstöður fyrir 4-klst meðaltöl (nota 50 µg/m3 fyrir PM10 og H2S, en 110 µg/m3 fyrir NO2, er 75 fyrir 24-klst).
 
 Í raun þarf því aðeins svörtu línuna til að sjá hvort loftgæði þessa stundina (eða miðað við heilsuverndarmörk) eru góð eða ekki.


Friday, November 20, 2015

Sandfok á SA-landi

Þurrt veður og sterkir vindar valda því að set frá jökulám verður loftborið og myndar sandfok. Dagana 19. og 20. nóvember má sjá greinilegt sandfok á suðausturlandi. Til dæmis frá farvegi Skaftár, þar sem töluvert af seti ætti að ver til staðar eftir nýlegt hlaup úr Eystri Skaftárkatli.

Vindhraði við Skarðsfjöruvita, sér í lagi hviður, voru yfir 10 m/s upp úr hádegi 19. nóvember skv. veðurathugunum á heimsíðum Veðurstofu Íslands.

Hér að neðan eru MODIS og Landsat gervitunglamyndir sem sýna sandfokið í kringum 13:50 þann 19. nóvember 2015.

20151119_1350_modis_crop
MODIS mynd frá kl. 13:50 þann 19. nóvember 2015 (Image courtesy of NASA/Rapidfire).

20151119_LC8_crop_b
Landsat 8 mynd frá 19. nóvember 2015 (Landsat 8 image from NASA and USGS). 

Í Reykjavík hefur einnig verið töluvert mikið af svifryki vegna þurrs veðurs og vinds. Til dæmis fór styrkur PM10 yfir  200 µg/m3, 30-mín meðaltal þann 18. nóvember 2015.

Monday, October 19, 2015

Sandfok norðan Vatnajökuls 17. október 2015

Töluvert sandfok var norðan við Dyngjujökul þann 17. október 2015.

Þann dag voru góð veðurskilyrði, fyrir sandfok, þurrt, hvasst og sólríkt. Vindhviður yfir 20 m/s og vindur yfir 15 m/s -  á mælistöðinni Upptyppingar.

20151017_Upptyppingar_f_1v

Vindhraði og hviður á veðurstöðinni við Upptyppinga. Gögn frá Veðurstofu Íslands.

Gervitunglamynd tekin kl. 12:55 þann 17. október 2015.

20151017_modis_zoom

Friday, May 1, 2015

Sandfok dagana 26. og 28. apríl 2015

Sólskin og þurrt á suðurlandi þessa dagana og nokkuð hvasst á köflum. Fín skilyrði fyrir sandfok!

Þann 26. apríl 2015 mátti sjá þó nokkuð marga upptakastaði sandfoks.

20150426_Iceland2.2015116.terra_zoom

Þann 28. apríl 2015 voru einnig mörg upptakasvæði sjáanleg, alla leið frá Ölfusi til Jökulsárlóns.

20150428_Iceland2.2015118.terra_zoom

Takið eftir að rétt austan Mýrdalsjökuls fer sandfokið í tvær mismunandi áttir á litlu svæði; beint til suðurs og síðan í suðvestur aðeins austar.

20150428_1700_Vedur_SA_IMO

Þessi mynd sýnir veðurathuganir kl. 17 á þessu svæði. Miðað við þessar mælingar er ekki ólíklegt að blásið hafi í sitthvora áttina á stöðum sem þó eru mjög nærri hvor öðrum.

Thursday, February 19, 2015

Takk fyrir skemmtilegt kvöld - Ferðafélag Íslands

Mér var boðið að halda erindi um “Heilsuverndarmörk og brennisteinsvetni á Höfuðborgarsvæðinu” hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, í gær 18. febrúar, 2015.

Ljómandi skemmtilegt kvöld og fínar umræður, takk fyrir mig.

Fræðslukvöld

Tuesday, February 3, 2015

Holuhraun

Gosið í Holuhrauni stendur enn, hefur verið stöðugt í gangi síðan 31. ágúst 2014. Hraunið eru nú orðið amk. 1.3 1.3 km3 og þekur yfir 80 km2. Enn kemur þó nokkuð af SO2 gasi upp og spillast loftgæði vegna þess reglulega; þessa dagana sérstaklega á SA og A-landi.

Mynd frá 31. janúar 2015, kl. 12:20 (Modis image from NASA/Rapidfire).

Sunday, September 7, 2014

Um loftmengun vegna eldgossins í Holuhrauni

Nú hefur eldgosið í Holuhrauni staðið í nokkurn tíma; frá 31. ágúst ef man rétt.

Töluvert af hrauni hefur komið upp, eins og sést ágætlega á þessari Landsat mynd frá NASA.

20140906_LC82170152014249LGN00_crop
Landsat 8 mynd frá NASA frá 6. september 2014.

Nú hefur hraunið náð út í farveg Jökulsár á Fjöllum, sem veldur gufusprengingum og hefur einhver áhrif á flæði jökulárinnar á svæðinu.

Eitt helsta áhyggjuefnið er loftmengun vegna SO2 gass sem fylgir eldgosinu.

iceland_ompsso2_trm_20140904
SO2 í lofti yfir á 8 km “dýpi” (NASA). Samsé heild yfir töluverða þykkt frá nærri jörðu og 8 km upp.

Það hjálpar hinsvegar mikið að þetta er lítið gos. Styrkur sem mælst hefur í Reyðarfirði, um 250 µg/m3 10-mín gildi, er töluvert hár, en engu að síður langt frá hættumörkum. Til dæmis eru heisluverndarmörk fyrir almenning 350 µg/m3 fyrir klst meðaltal og vinnuverndarmörk u.þ.b. 5 sinnum hærri en það.

Nýlegar mælingar á austfjörðum benda til þess að styrkurinn sé undir 300 µg/m3 á því svæði, þrátt fyrir bláa móðu yfir austurlandi. Sú móða sést vel á næstu mynd.

20140906_1330_modis_truecol_A20142491330_crop
MODIS mynd frá NASA og VÍ frá 6. september 2014 kl. 13:30.

Nú er síðan spennandi að fylgjast með því hvort 1) gangurinn brjóti sér leið að yfirborði undir jökli, 2) Bárðabunga fari að gjósa, 3) Askja vakni eða 4) allt deyji út.